Skip to main content

Notkunarleiðbeiningar

X-Mist Sanitiser

 • Fjarlægið lokið af brúsanum og spreyið!
 • Efnið er fullkomið til að spreyja á alla snertifleti og hendur.
 • Hefur því engin skaðleg áhrif á húðina og mælt er með því að bera á hendurnar 2svar á dag.
 • Með því að nota þurrúðan úr 30-40cm fjarlægð frá raftækjum er með öllu óhætt að sótthreinsa þau með efninu.

X-Mist Room

 • Fjarlægið lokið af brúsanum.
 • Staðsetjið brúsann í miðju rýminu sem á að „mista“ en hver brúsi er með dreifigetu í allt að 35m2.
 • Á brúsanum er takki sem festist niðri ef ýtt er á hann.
 • Við það tæmir brúsinn sig sjálfkrafa á 3-4 mínútum og efnin dreifast um uppgefna stærð á svæði.
 • Mælt er með því að loka öllum gluggum og loka svo rýminu á eftir sér eftir að ýtt hefur verið á takkann.
 • Mælt er með því að mannfólk og gæludýr yfirgefi það rými sem verið er að „mista“.
 • Fyrir hámarksvirkni er mælt með því að skilja rýmið eftir í 3-4 klukkustundir en þó er klukkustund nóg fyrir góða virkni.
 • Þegar komið er aftur inn í rýmið er mælt með því að opna glugga en efnið skilur eftir léttan Tea Tree ilm.
 • Efnið hefur svo viku virkni á öllum yfirborðsflötum og sótthreinsar staði sem erfitt er að ná til.
 • Efnið heldur einnig niðri frjórkornum og myglugró.

X-Mist Vehicle

 • Fjarlægið lokið af brúsanum.
 • Staðsetjið brúsann á gólfið aftur í bílnum, ýtið á takkann og brúsinn tæmir sig á 3-4 mínútum. Hafið bílinn í gangi og miðstöðina á innflæði.
 • Þannig hreinsa efnin einnig miðstöðina.
 • Eftir 15 mínútur er mælt með því að fara aftur inn í bílinn eftir „mistun“ en þá hafa efnin náð fullri dreifingu.
 • Þennan brúsa má einnig nota í minni rými en hann inniheldur sömu efnablöndu og X-Mist Room.
 • Sé það gert dugar brúsinn í rými frá 15 upp í 20m2.

X-Mist Foam

 • Fjarlægið lokið af brúsanum.
 • Spreyið efninu á þá fleti sem á að þrífa.
 • Best er að leyfa efninu að liggja á í nokkrar mínútur og strjúka svo af með rökum klút.
 • Ef um erfiða bletti er að ræða endurtakið þá leikinn.
 • Efninu má spreyja á teppi, leður, plast, tau, gler og spegla.
 • Ávallt skal nota rakan klút og vel undinn trefjaklút.
 • Inn í X-Foam vörunni er hægt að sjá notkunarleiðbeiningar fyrir þrif á bíll.

X-Mist Tabs

 • Fyrir 100% lífrænan og umhverfisvænan vökva blandið þá einni töflu í ½ l af volgu vatni og leyfið henni að leysast upp (sjá betri blöndunarleiðbeiningar inn á X-Tabs vöru og hér að neðan).
 • Varan er tilbúin til notkunar þegar vökvin er orðinn bleikur.
 • Með vökvanum geturðu leyst upp fitubletti og prófað þig áfram með hverskyns myglugró og almenn þrif.
 • Fyrir notkun í þvottavélar og uppþvottavélar – setjið 4-6 töflur inn í þvottavélina sjálfa og þvottur verður mun hvítari með sótthreinsieiginleikum efnisins.
 • Einnig lengir taflan endingartíma vélanna og þeirri myglugró sem kann að myndast eyðir taflan.
 • Við mælum með því að prófa sig áfram hversu margar töflur þarf fyrir hámarksárangur en það er bundið við stærð vélanna.
 • Taflan er einfaldlega sett með leirtauinu eða þvottinum og leysist upp í vatninu.
 • Hellið innihaldinu þegar vökvinn er orðin glær eða eftir 24 klst.